föstudagur, október 15, 2004

Ömurlegar þýðingar

Verstu þýðingar sem ég hef séð voru í myndunum The Legend og Honey I shrunk the kids.

Í the Legend er eitt atriði þar sem bóndakona er að hengja þvott út á snúru og allt í einu kemur skellihlægjandi álfahópur á harðaspretti í gegnum þvottinn sem verður til þess að hann óhreinkast allur.
Þá bölvar konan og fussar og segir "Helvítis hommarnir!" eða... "Damn those fairies"

Hin ömurlega þýðingin var í lokin á Honey I shrunk the kids. Þá eru börnin komin aftur í eðlilega stærð og öll fjölskyldan situr inni í eldhúsi, alsæl með að afkvæmin séu endurheimt úr míkrókosmosinu. Í gleðivímunni hrópar einn unglingurinn
"Ristum brauð!" en þannig fannst þýðanda einmitt heppilegt að yfirfæra setninguna "Let´s make a toast".