Hlæjum saman í London
Nú er verið að auglýsa sérstaka kvennaferð til London. Ekkert að því svossum en mér datt í hug að þýða þessa auglýsingu yfir á karlísku og útkoman er hálf kindarleg ekki satt?
Hlæjum saman í London
Kæru karlar!
Eddi Björgvins, Eiður Smári og Helgi Bragi, skemmtistjórar og herraráðgjafar, ætla að mála bæinn rauðan í fjögurra daga helgarferð til London með þér og öllum hinum nýju bestu vinum sínum.
Skemmtistjórar ferðarinnar fyrir utan ykkur eru:
• Eddi Björgvinsdóttir – veislustjóri og yfirherra
• Eiður Smári– sérfræðingur í meðhöndlun boltans
• Helgi Bragi Jónsson – ráðgjafi í herrahegðun og dansi
Verð XXXX
Flug og skattar. Rútuferðir. Gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði í þrjár nætur. Farastjórn með fríðu föruneyti. Hátíðarkvöldverður og skemmtun.
Vinir, feðgar, frændur, bræður, gæjar, giftir, einhleypir, tvíhleypir, marghleypir
– bara allar karlar – drífið ykkur með!
Stundum, þegar auglýsingar eru sérstaklega ætlaðar mér á þeirri forsendu að ég er kvk, þá finnst mér eins og um leið eigi ég að vera hálfgerður hálfviti (s.s. 1/4 fífl). Skilur einhver af hverju?
|