Hér er nú alveg bráðskemmtileg vefsíða, svona í tilefni af þema vikunnar sem er lýtalækningar. Gefum sílikontúttunum einkun!
Í fyrradag kláraði ég að skrifa langa grein um svona aðgerðir og sú fer í ungmeyjarblaðið Orðlaus. Læt gamminn gersamlega geysa um það sem mér finnst um þetta og eins og lesendur bloggsins eru vel meðvitaðir um þá finnst mér þetta bara hin besta skemmtun og hvet alla, konur og karla til að láta toga sig til og teygja ef því langar til þess. Hér er brot úr greininni:
Í okkar menningarheimi eru margir sammála um að Guðrún megi rústa nefinu á sér (sem var ljótt fyrir) í slysi og láta svo breyta því eftir eigin hugmyndum um hvað sé fallegt, en ef hún vill bara láta breyta sér til að gera sig flottari í eigin augum og annara, þá er hún fyrir þessu sama fólki, sorglegt fórnarlamb fegurðaráróðurs eftir því sem margir halda fram. Merkilegt ekki satt?
Á Burma þykir það mikið og fínt stöðutákn þegar konur eru með svona tuttugu gullhringi utan um hálsinn til að hann sé sem lengstur. Langur háls er fyrir þeim fegurðar og stöðutákn líkt og Gucci sólgleraugu, Prada skór og Mercedes Benz bifreiðar eru fyrir okkur. Kona með langan gullháls í Burma þykir þar álíka flott og vel póleruð Gucci gella sem situr með litla putta út í loftið og drekkur cappucino á Sólon. Engum dettur í hug að gagnrýna hálslöngu gíraffakonurnar í Burma fyrir þetta uppátæki, hvað þá líta á þær sem fórnarlömb áróðurs. Okkur finnst þetta bara skrítið og ekki mikið meira en það....
Svo er hér annar flottur linkur:
http://www.goodplasticsurgery.com/
föstudagur, október 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|