Flagð undir feitu skinni
Þórhallur 'miðill' er fyrir mér og allri stórfjölskyldu minni, allt frá afa niður í átta ára, einn asnalegasti fjölmiðlamaður landsins. Ég var í afmæli hjá Jonna um daginn og þar fórum við eitthvað að ræða um Þórhall og meira að segja litlu frændur mínir (ófermdir) voru á því að maðurinn væri svo lélegur og hallærislegur að hann næði ekki einu sinni að vera fyndinn. T.d. þetta með að skilaboðin að handan skuli yfirleitt snúast um að nú þurfi þessi eða hinn að fara að skipta um gardínur eða kaupa nýjan hægindastól... Eins og dána fólkið geti ekki komið með meira vætal upplýsingar en það? Og svo þetta "Er einhver í salnum sem kannast við mann sem hét Guðmundur??" ef það er enginn Guðmundur þá prófar hann Sigurð og ef hann er ekki að gera sig heldur, þá smellir hann sér á Jón. Ef þú fattar ekki hintið, tékkaðu þá á algengustu mannanöfnum á Íslandi frá því á landnámsöld www.hagstofa.is
Maður hálfpartinn skammast sín því ég hélt einhvernveginn að við sem andatrúarþjóð ættum að vera orðin pínulítið avanseraðari en þetta að hafa eitthvað feitt rangeygt nörd (sem getur ekki með öðru móti höstlað stelpur en að segjast vera skyggn), stumrandi og másandi í sjónvarpssal með fullan sal af fólki sem þekkti mann sem hét Guðmundur, eða Jón og konu sem hét Kristín eða María. Hann á að vera aðal málið. Aðal miðillinn. Okkar tromp í spíritismanum sem hefur vaxið hér og dafnað frá því á tímum Móra og Stapadraugsins...
Að fólk skuli ekki kunna að skammast sín! Hér er verið að selja eskimóum klaka.
Sjáið hvernig Þórhallur glottir hér eins og simpansi í sykurvímu yfir því hversu vel honum tekst að gabba landann. Passiðykkur!!
mánudagur, október 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|