David Shrigley
David Shrigley er af einhverjum ástæðum einn af mínum al uppáhalds listamönnum, ef ekki bara uppáhalds. Hann er ótrúlega frábær og kemur við einhvern streng í mér sem er uppáhalds strengur. Annar sem hefur mikið komið við þennan sama streng er ljóðskáldið Ivor Cutler, en hann byrjaði ég að dýrka og dá þegar ég var 17 ára og bjó í London. Fór á upplestur með honum og allt og hann var svo mikil stjarna fyrir mér að ég meikaði ekki einu sinni að heilsa upp á hann þó mér hefði boðist það. Anýhá. Ég var að finna rosa fínan hlekk með myndum eftir David Shrigley: og hér er hann:
http://www.davidshrigley.com/list_photographs.html
|