Á morgun er ég að fara á demantasýningu og horfa á ríkt fólk í fínni veislu. Tek viðtal og helli í glös. Það verður stemmning yfir því, ha? Það sem maður gerir er stundum mjög skrítið. Stundum finnst mér skrítið hvernig maður getur verið að gera eitthvað eitt á mánudegi og annað á fimmtudegi. Eitthvað gerólíkt. Eins og eina vikuna þá var ég á shortstop löggu barnum í LA á mánudegi, strunsaði um Manhattan á miðvikudegi og sat svo í sumarbústað á Úlfljótsvatni á laugardegi. Eða þegar maður tekur kannski viðtal við biskup á þriðjudegi og strippara á miðvikudegi. Eða talar við alzheimerískt gamalmenni um morguninn og slakar svo með Geir Horde um kvöldið. Þetta er frekar skemmtilegt. Ég fíla það allavega. Leiðist mjög sjaldan.
miðvikudagur, desember 03, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|