fimmtudagur, desember 11, 2003

Lummó er flott lýsingarorð, púkó er líka mjög gott. Hallærislegt er einnig sérlega fínt af því hallæri þýðir lélegt ár, svona fjárhagslega og Hallærisplanið... ha? Þar fór maður á fyllerí í gamla daga með ´kryppling´í vasanum. Frekar svona holdsveikilegt eitthvað.

Þegar ég var unglingur var í tísku að nota lýsingarorðið ´mergjað´. Dregið af orðinu ´mergur´ sem er mjög næringarríkur hluti sauðkindarinnar. Það er alveg dottið uppfyrir núna...