mánudagur, nóvember 03, 2003

Við Eva systir vorum að tala um það sem okkur finnst asnalegt.

Eva: Mér finnst Gísli Marteinn asnalegur. Hann getur ekki hætt að brosa.
Magga: Það er eins og einhver hafi klemmt húðina á hnakkanum á honum saman þannig að það strekktist á munnvikunum.... Mér finnst líka þessi þarna hinn sem er með Kastljós vera asnalegur.
Eva: Hvernig þá? Hvað finnst þér asnalegt við hann?
Magga: Mér finnst hann eitthvað svo slappur. Eins og hann sé úr svampi. Hefur enga útgeislun.
Eva: Það er annað en Gísli Marteinn. Hann er geislavirkur.
Magga: Já. Mér finnst Maus ógeeeeðslega asnaleg hljómsveit.
Eva: Af hverju finnst þér hún svona ógeeeeðslega asnaleg?
Magga: Af því þeir eru alltaf svona eins og breima kettir á valíum sem eru að reyna að góla sig út úr hljóðeinangruðu herbergi. Allt of mikill Garðabæjar sársauki. Því ég heldddd í mér andannuuuummmm... Einmitt eitthvað sem Garðbæingar gera þegar þeir fá ekki gullkortið á 16 ára afmælisdaginn.
Eva: Já. Skil.
Eva: Mér finnst asnalegt þegar fólk hringir heim til manns og spyr hvort maður sé heima... og þegar fólk spyr mann spurninga sem það veit alveg svarið við.
Magga: Dr. Phil segir að 80% spurninga séu yfirlýsingar í dulargerfi.
Eva: Eins og "Ertu eitthvað geðveikur?" Þá er verið að segja honum að manni finnist hann geðveikur.
Magga: Já.
Eva: Bíddu... spurning... hvað er asnalegt...
Magga: Hvernig finnst þér svona stór headsett?
Eva hlær og fær sér tópas: Mér finnst þau svolítið yfirgnæfandi. Vinur minn fór og keypti sér svona ný af því bassinn í vinstra heyrnatólinu var lægri en hinn.
Magga: Hvernig finnst þér svona litlir mjóir menn, í vel girtum skyrtum og háum buxum, sem eru með svona headsett sem er fyrir framan munninn allann daginn?
Eva: Ertu að meina svona gerir (gerir handahreyfingu frá eyra að munni)
Magga: Já.
Eva: Haahahah... Þetta minnir mig allt á eðlisfræðikennarann minn, nema headsettið. Hann girðir sig svo vel að buxurnar fara upp í handakrika. Svo fer hann út að skokka með leikfimiskennararnum í ógeðslega stuttum stuttbuxum og 80´s jakka sem stendur Cat aftan á. Við köllum hann Djonní.

Pása -"- Náum í mýgrút af lögum á DCC

Magga: Ég nenni þessu ekki lengur. Okkur dettur ekki nógu mikið asnalegt í hug.
Eva: Fliss...