mánudagur, nóvember 03, 2003

Súper gæl ferð. Kominn heim. Dróg fyrir gluggatjöldin (eða var það dró?). Hækkaði í danfossinu. Gerði pasta. Ligg í sófanum. Litla systir til fóta. Borðum rándýrt súkkulaði. Horfum á bíómynd. Drekkum Tab. Undir risastórri sæng. Það er orðið frekar kalt úti. Hún gistir hjá mér í nótt. Gistir alltaf á c.a. 2 mánaða fresti. Er núna 14 ára. Kannski höldum við hefðinni við þar til hún verður 34? Eða...er það kannski frekar skrítið :) ?