Sveiflur
Best að skrifa um framtíð, fortíð og nútíð:
Fortíð dagsins í dag:
Vaknaði kl 08:45 og fékk tremma yfir því að gaurarnir væru farnir að skrúfa í sundur stillasann og láta hann hrynja niður með látum. Lét kodda á hausinn og klemmdi hann fast að.
Vaknaði aftur eitthvað að verða tólf og hékk uppi í rúmi og spáði og spekúleraði.
Fór framúr og gerði kaffi, spældi egg, setti ost og pestó ofan á. Spjallaði við gest. Gaf gestinum brauð með eggi, osti og pestó. Las Fréttablaðið. Hlustaði á lestur úr fréttablaðinu.
Vaskaði upp.
Kvaddi gestinn.
Vaskaði meira upp.
Talaði við Genny á Msn
Talaði við Kötu á Msn
Talaði við Hattarann á Msn
og Rögga
Kata er að taka upp úr kössum heima hjá sér, Genny greindist með frumubreytingar í leghálsi og ætlar í einhverja náttúrulega meðferð, Hattarinn er mikið að velta þessu þarna með sæðið fyrir sér og Röggi, sá sómapiltur, var að fá nýja vinnu í einhverju gólf eitthvað, en hún er víst vel borguð og þar eru víst allir hressir.
Setti Ivor Cutler á (ljóðalestur... Life in a Scottish sitting room), þurrkaði af, ryksugaði, tók af rúminu, opnaði gluggana og hristi teppið, lokaði gluggum, gekk frá ryksugu. Hljóp á elliheimilið. Er núna þar í blackouti að blogga...
Talaði við Frú Skessu sem býr hérna. Hún er risastór, var einu sinni bóndi... segir "GEMMÉR MAATTT" og borðar kjöt með hægri hendi. Mér finnst hún frábær. Áðan spurði ég hana hvernig hún hefði það og hún sagði ekkert gott. "Ég er ekkert hress í hausnum"... og svo spurði ég hvernig hún hefði það í sálinni og þá sagði hún; "Ég er öll slöpp í sálinni, hún lafir öll einhvernveginn". Þá klappaði ég henni bara á bakið og strauk vangann en það finnst henni þægilegt.
Framtíðin:
Fer og næ í bílinn:
Fer heim og snurrfussa mig.
Hitti Hó
Fer með Hó út í mó að hitta só and só, yo, yo! Reykja Kaprí og drekka alkaseltser.
Meiri framtíð:
Geri eitthvað skynsamlegt yfir daginn... Myndlist örugglega...Er boðið í mat um kveldið, svo er stelpublaðið Orðlaus með eitthvað áfengisflóð einhversstaðar... (ég er nú drukknuð og endurfædd úr þeim straumi þannig að það skiptir ekki máli)... en það verður eflaust tjú tjú að fara í mat, best að borða á sig gat, leggjast svo í fat, hringja í Mahad, gera at...
|