föstudagur, nóvember 14, 2003

Hvað er að gerast? Jólaþemað er alkóhólismi (vélindabakflæði, ofvirkni, geðhvarfasýki, vatn á milli liða...)
Má ekkert vera tabú lengur? Getum við ekki fengið að hafa neinar stereótýpur í friði? Alkinn er 42 ára kall sem drekkur mjög mikið, er búin að missa vinnuna og er með rautt nef. Þannig er það bara og haltusokjafti. Ég hata breytingar! Ekki rugla mig!

Reyndar...án djóks, þá finnst mér þetta orðið full mikil Ophru orgía þetta ástand hérna. Allir eitthvað að bera sig í fjölmiðlum. Eitthvað vandamálafestival í þorpinu. Tilfinningalega berrassað fólk úti um allt. Linda Pé fór víst að væla í þættinum hjá Sorrý. Eins gott að ég sá það ekki. Hefði örugglega fengið þessa "idol" tilfinningu. Það má vera millivegur.

Það er ekki hægt að vera villingur og spes lengur með því að taka dóp af því það gera það nánast allir og pakkið í friends reykir jónur... gaurinn hennar Samönthu í Sex and the City er í AA og það er ekkert skerí lengur að vera óvirkur alki. Fáar ranghugmyndir eftir um það. Allt bara ónýtt. Orðið jafn eðlilegt og að láta taka úr sér botnlangann...Núna getur enginn haldið neitt lengur um alka og óvirka alka... mýturnar farnar... Tilfinningaleg vandamál orðin eðlileg á Íslandi. Eins og í New York árið 1970... og landinn opnast svo mikið að iðrin velta út úr skjánum. Tökum idda með trompi!