Rétt í þessu var ég að vaska upp og í útvarpið kom lagið Í Bljúgri Bæn og ég fór að syngja með fullum hálsi: Í bljjúúúúgggrrriii bbbaaaaææænn og þökk til þííííínnnnn sem þekkir miiiiggggg og veeerrrkinnn mííííínnnnnn....
...og varð svona frekar glöð og fór að kitla í magann og varð hugsað til Flanders fjölskyldunnar í Simpsons.
Það væri örugglega rosalega fyndið að vera í svona yfirmáta hamingjusamri Jesú fjölskyldu sem væri alltaf að syngja Jesúlög við uppvaskið... brosandi eins og Gísli Marteinn, ALLTAF... ég væri alveg til í það... að vera bara í einhverju stanslausu blissfull sakleysi...
Reyndar þekkti ég einu sinni stelpu sem var einhvernveginn haldinn þeirri þráhyggju að hún væri alveg rosalega saklaus. Hún málaði svona myndir af sér þar sem hún var að vera hamingjusöm með höfrungum og hamingjusöm undir regnboganum, vappandi um eins og Pókahontas.. og viti menn, hún var mjög lík Pókahontas. Síbrosandi. Svo var hún alltaf í G-streng (þetta var 94) og stuttum flöktandi kjólum og lét það fara í taugarnar á sér þegar menn horfðu á eftir henni af því þá var hún ekki eins saklaus.
Seinna komst ég að því að stóra systir hennar, sem var rosalega primm og propper, gekk til sálfræðings af því henni þótti svo ógeðslegt að hún skyldi kúka og pabbi hennar hafði víst verið settur á valíum af ríku ömmunni þegar hann var 9 ára... og bróðir hennar var hasshaus og mamman í sveiflum og öll fjölskyldan var undir hælnum á þessari ömmu af því hún átti milljónir sem pabbinn átti að erfa. Svo einu sinni viðurkenndi Maja að hún hafi fantaserað um að drepa ömmuna þegar hún var að ryksuga hjá henni... Já, já...
En allavega. Mikið væri gaman að vera í Flanders fjölskyldunni.
föstudagur, nóvember 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|