þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Þröstur og Starri baða sig í óuppfylltri umferðareyju

Þröstur: Mikið er þetta flottur pollur
Starri: Já, hingað hef ég komið frá því ég var ungi. Nauh, sérðu Toyotuna! (snýr hausnum í hálfhring þegar græn Toyota brunar framhjá og slettir á þá vatni).
Þröstur (hristir sig): Já, og hvað með hana?
Starri: Mitt sérsvið er Toyotan. Ég get líkt eftir öllum hljóðum hennar; að fara í gang, að drepa á sér, að bremsa, að bakka, fyrsti gír, annar gír...
Þröstur: Hvað ertu að meina?
Starri: Ég hef enginn náttúruleg hljóð. Starrar hafa enginn náttúruleg hljóð, við pikkum bara upp það sem við heyrum úr umhverfinu.
Þröstur: Oj, en hallærislegt. Ég hef náttúruleg hljóð. Hlustaðu; Tvíít, tvíít, tvííííít!
Starri: Suss, þetta er ekkert. Neih sjáðu! Þarna er manneskja! Hún hefur náttúrleg hljóð.
Manneskja: Greeeennnnnjjjjjjjj, aaaaaaaaaaaaaahhhhhhh, aaaaaaaaaahhhhh, greeenjjjjjj....
Þröstur: Hvað er nú þetta?
Starri: Brummm, brummmm, þetta eru einu náttúrulegu hljóðin úr þeim.
Þröstur: Svona?
Starri: Já, þá er ég nú skárri.
Þröstur: Oj, hvað er þetta? (dregur blautan Tópas pakka upp úr pollinum).
Starri: Það veit ég ekki. Ég verð að fara. Við sjáumst kannski.
Þröstur: Tvíííííít, tvíííííít... ókei.