Ok, núna er ég að fara aftur á staðinn þar sem fólk syndir um gangana í ímynduðu vatni, gólfið klofnar í sundur og það er bakkað á eldhússtólum og rúgbrauði fleygt upp á vegg.
Grrrrrr.... lífið er svo skrítið að ég kafna stundum í skríngilegheitum. Eina stundina er ég að dansa í kellingaskyrtu í köben og hina er ég að elta allsberan eldgamlan alzheimersjúkling á póleruðum gólfdúk í Reykjavík.
Hvenær hættir þetta? Hvenær verður lífið "normal"??
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|