Já! Um daginn sat ég við gluggann á Hressó og var að drekka kaffi og horfa út. Sá hinn glaðbeitta Gísla Martein vin minn koma þrammandi með tösku í annari hendi, talandi í gsm símann með hinni. Á móti honum kom Skari Skakki og lýstist sá allur upp um leið og hann kom auga á Gísla. Þekkti hann greinilega. Gísli svona heldur áfram að tala í símann en Skari fer að reyna að tala við hann, allur uppveðraður og virðist ekki taka tillit til þess að Gísli var í símanum. Gísli bregst við með því að rétta hendina svona beint út í loftið eins og aðdáandi fjúrersins og beygja um leið þráðbeint bakið niður, taktfast og óhikandi. Soldið eins og spítukall eða Ómar Ragnarsson í einhverju grínatriði árið 1965. Svona gerði hann u.þ.b. 10 skref um leið og hann sneri upp á sig því lengra sem Skari gekk í hina áttina (Skari sneri líka upp á sig án þess þó að vera með þessa handa og bak kippi). Gísli greyið var augljóslega frekar ringlaður yfir stöðunni en bjargaði sér virkilega vel með þessu heilsunar ritúali (spurning hver var á línunni).
Fyrir ykkur sem ekki vitið það þá er Skari Skakki bæjarróni með Mullett greiðslu og hormottu. Alltaf í brúnum pokandi leðurjakka síðan svona 1991. Viðurnefnið "skakki" kemur til af því hann hefur svælt ómældar einingar af kannabis reyk ofan í lungun með tilheyrandi afleiðingum á heilastarfssemina.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|