Já já, þetta gengur bara svona líka þokkalega allt saman. Ég kveiki á kertum og dreifi þeim um hýbíli mín eins og ég sé við það að fara að fórna hreinni mey en það er ekki málið. Nei nei, það sem vakir fyrir mér er að lýsa upp skammdegið af því það er eitthvað svo dimmt úti. Núna er klukkan t.d. rétt rúmlega fimm og það er bara allt svart úti, eins og um nótt.
Maður verður intróvers og undarlegur af allri þessari dimmu en með slatta af kertum og góðri rafmagnslýsingu má bæta úr þessu. Svo er traustvekjandi að sjóða ýsu og einbeita sér að skriftum, en af tvennu þá er betra að skrifa í skammdegi heldur en um sumar vegna þess að alltaf þegar sólin skín á sumrin, þá finnst manni, sem íbúa Sikileyjar Norðursins, eins og manni beri skylda til að fara út í sólina.
Þegar ég var krakki þá fékk fólk oft frí í vinnunni ef sólin skein úti. Krakkar fengu líka frí úr skólanum.
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|