mánudagur, nóvember 24, 2003

Dagurinn í dag:

Vaknaði kl 07:10 og skrifaði 3 síður í morgunbókina. (það er mjög skynsamlegt að skrifa þegar maður er nývaknaður).
Fór framúr og fékk mér brauðsneið með osti og djúsglas.
Las smá lífsspeki.
Fór á elliheimilið og saknaði einnar konu sem er búið að færa á næstu hæð fyrir neðan. Ein hjúkkan (sem saknar hennar líka) sagðist hafa farið á hæðina og séð hana tannlausa í GULUM SOKKUM .... Dissaster!
Borðaði fisk í hádegismat.
Fór heim og hringdi fullt af símtölum.
Talaði við Gneu á msn. Hún er á einhverju Dítox dóti og hríðléttist. Þetta er einskonar löng fasta. Mjög agað hjá henni.
Talaði við Genny á msn sem tilkynnti mér að hún hafi ekki greinst með krabba í leghálsi eins og hún hélt. Mikill léttir.
Skoðaði myndir þar sem andlit mitt var borið saman við andlitið á Veronicu Zemanova sem er Pin-Up módel í djarfari kantinum.
Fór með fasteignasalanum á bimmanum að skoða íbúðina hans sem er mjög flott. Poolborð og læti.
Kom heim og hringdi meira (blaðamennsku hössl)
Pantaði loksins helgi á Hótel Búðum og fixaði snjósleðaferð upp á jökulinn. Hlakka sjúklega til.
Eldaði fisk í kókos og karrí handa mér og múttu.
Hún kom labbandi í pels og strigaskóm. Sagðist vera að fá kvef.
Við átum og hún lagðist upp í sófa á meðan ég vaskaði upp.
Svo var hún að fara rétt áðan.
Er að fara að hangsa með kærastanum sínum.
Ég hinsvegar ætla að reyna að búa til peninga af því nú er snúið upp á handlegginn á mér og ég er þvinguð til að borga í lífeyrissjóð. Annars rukkar intrum mig með tilheyrandi látum. Ég skil þetta ekki. Alls ekki. Ég fæ ekki að ráða því hvort ég vil vera fátækur róni þegar ég verð gömul heldur er ég pínd til að borga í ellisjóð og bara VERÐ að borga 10% af tekjunum. Sama hvort ég er að búa til litlar eða stórar upphæðir.
Lífeyrissjóðirnir taka síðan upphæðirnar sem ég legg inn og kaupa hlutabréf og ávaxta þetta alltsaman hægri vinstri, en þegar að því kemur að maður fái þetta útborgað þá nýtur maður ekki á-vaxtanna af ávöxtuninni. Nei nei, ég fæ útborgað og verð að borga skatta í annað sinn. Jibbí.
Einu sinni heyrði ég að lífeyrissjóður Danskra lækna ávaxtaði sig með hlutabréfakaupum hjá tóbaks og vopnaframleiðendum. Frekar fyndið if jú ask mí... Það voru læti yfir þessu í dönskum fjölmiðlum um árið.
Helst langar mig til að opna einhvern solid reikning í Sviss eða Lúx og millifæra reglulega inn á hann. Þar yrðu þetta bara mínir peningar í friði. Þekki fólk sem gerir þetta. Er víst ekkert mál.
Já ég skil þetta ekki...Það er svo margt sem ég skil ekki. Kannski að maður flytji bara til Bora-Bora og bori í nefið í heimskunni. Eða stofi Persónulega Lífeyrissjóðinn?