fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Catch 22

Mummi flýgur sprengjuþotu. Hann hefur flogið 50 ferðir, en deginum áður var honum sagt að hann þyrfti að fljúga 55 á komandi viku. Í vikunni áður hafði hann flogið 45 ferðir, en þá var honum sagt að hann þyrfti s.s. að fljúga 50 ferðir.
Hann áttar sig á því að því fleiri sem flugferðirnar verða, þessu minni líkur eru á því að hann lifi stríðið af og flugferðirnar verða stöðugt fleiri með hverri vikunni sem líður.

Eina leiðin til þess að sleppa við að fljúga var að fara til læknis og fá vottorð sem sannaði að hann væri veikur á geði og gæti þar með ekki flogið. Þannig að hann fer til læknis og biður um slíkan úrskurð. En þar sem hann vill ekki fljúga og stefna með því lífi sínu í voða, ályktar læknirinn að hann geti ekki verið geðveikur, þar sem hann er aðeins að sýna heilbrigða skynsemi. Hann fær ekki vottorðið og verður að halda áfram að fljúga. 60 ferðir, 65, 70...

Þetta er svona catch 22, beint upp úr samnefndri bók en samskonar dæmi er að finna allstaðar í lífinu og þjóðfélaginu. Eins og t.d. þegar fólk er að berjast við áfengislanganir. Mín bölvun og einasta huggun... fattiði. Eða að reyna að hætta með einhverjum... eða greiðslumat, eða þegar menntun verður svo kostnaðarsöm að það er ekki á hvers manns færi að mennta sig. Þú verður að eiga ríka foreldra til að geta menntað þig, en til að gerast ríkt foreldri þá þarftu menntun... (eða díla dópi...á Jón Ólafs börn, eru þau menntuð?) og svo framvegis... ha?