miðvikudagur, október 29, 2003

Örn var að segja mér frá einhverjum þýskum greifa... eitthvað Von Hoppengloppen... sem hélt að þýska væri hið eina sanna tungumál. Það er að segja... hann hafði svo ofsalega trú á því að þýska væri fullkominn að hann hélt hreinlega að ungabörn fæddust með einskonar þýsku gen og svo væri það kæft niður með öðrum tungumálum. Altso... við fæðumst með náttúrlega þýsku inni í okkur sem er síðan skemmd eða bæld niður. Til að sanna þessa súru kenningu sína tók hann nokkra munaðarleysingja og aldi þá upp þannig að þau heyrðu aldrei talað neitt mannamál. Voru bara kjagandi innan um hvort annað og lærðu aldrei eitt einasta orð. Útkoman úr þessu experimenti var ekki að það að þau fóru bara sjálfkrafa að tala þýsku... auðvitað ekki! en hinsvegar þá þróuðu þau eitthvað tungumál sem þau skildu sín á milli þó að það fari engum sérstökum sögum af því. Karlinn hinsvegar breytti um áhugamál og lagði kenninguna á hilluna. Byrjaði að stunda gönguskíðaíþróttir af miklu kappi og lagði stund á jóðl. Keypti sér 5 metra langt alpahorn og tók þátt í blásturskeppnum og bjórglasalyftingum.