Fór til Trørød
...og hitti frænku, Róbert og börnin þeirra tvö. Gasalega næs svo ekki sé meira sagt. Börnin alveg sjúklega sæt og Guðni Rafn í þéttri stemningu á mottunni.
Á morgun fer ég og hitti fröken Obbobbobb. Einskonar blint stefnumót þar sem við höfum bara lesið hvor aðra á los bloggos. En hún er skorpíón... og er að paufast í bíómyndum, og ég er krabbi sem hef paufast í bíómyndum, þannig að við erum báðar tilfinningaverur og kvenkyns og með sérlegan áhuga á bíó og það ætti að duga í bili. Við ætlum að hittast á Galateu kránni en þar hékk hann Alfred Flóki víst öllum stundum. Galateu kráin er rosalega flott. Fyrir utan eru tótem súlur sem langafi eigandans kom með frá indjánum og inni er allskonar eþnískt dót sem hann safnaði á ferðum sínum um heiminn. Svo er barþjóninn sirka 107 ára og vandar sig að þurrka vínil plöturnar með erminni á milli þess sem hann skenkir öllara, eða kaffi iff jú læk.
Gaman að kynnast nýju fólki svona þegar maður er stór. Þegar maður var lítill þá sagði maður bara "viltu leika" og það var ekkert mál.... Bara ókei, hvað eigum við að gera? Núna er helst að fólk segi "viltu ríða" þegar það er búið með hálfan vodkapela á útihátíð.
fimmtudagur, október 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|