fimmtudagur, október 23, 2003

einmitt... sumir myndu kannski spyrja sig... af hverju bloggar Magga svona oft?

Svarið er margþætt

1. Ég hef hvort sem er skrifað dagbók síðan ég var 14 ára. Geri það reyndar enn, auk þess að skrifa þetta.
Í dagbókina fer bara allt stöffið sem færi aldrei hingað. Þetta er fínt komprómæs.

2. Vinn við að skrifa og nota mikinn tíma fyrir framan tölvuna.

3. Haldin nettum athyglisbrest sem veldur því að ég flakka á milli þess að vera á flugi í því sem ég er að skrifa. Fæ svo eitthvað rílís fyrir hugsanir sem eru að þvælast fyrir mér með því að henda þeim hingað inn. Ótrúlega hentugt. Þegar ég bloggaði ekki þá sinnti Tetris þessari þörf. Sat bara og raðaði kubbum og fannst eins og ég væri að raða hugsunum.