laugardagur, ágúst 09, 2003

Núna er ég stödd á Suðureyri við Súgandafjörð. Home of the brave, land of the free. Þetta er þokkalegt bara. Vírd lítill bær. Minnir mig á Twin Peaks.

Týndi tonn af berjum áðan og át svo aðalbláber með rjóma með afa og mömmu. Á eftir verður svo risa afmæli með risa matarveislu og rosa fjöri. Ég hlakka til. Vestfirðir eru frábærir. Það er gosbrunnur í garðinum á húsinu sem ég gisti í (hér er fullt af lausu húsnæði og ódýru). Það er líka álfur í garðinum og flaggstöng sem er uppi á svona steyptum tröppum. Samt er garðurinn frekar lítill. Ég myndi fíla það að vera hérna í einhvern tíma.

Fyrir ykkur sem hafið áhyggjur af fjármálunum mínum: Þetta verður allt í lagi. Ég fer í full time ljósmyndanám í janúar. Þaðð er kennt í Iðnskólanum og er lánshæft. Ég er svo heppin að brautarstjórarnir sleppa mér við að taka allt undirbúningsnámið. Þessvegna finn ég mér bara einhverja góða vinnu núna á fyrra misseri veturs og tek hana með blaðamennskunni. Læri síðan spænsku og reikning í kvöldskólanum. Í sjálfu sér gæti ég unnið full time við blaðamennsku, en ritstjórar taka stundum upp á því að geyma greinar og því veit ég aldrei hvað ég fæ um hver mánaðarmót. Þessvegna verð ég að vinna eitthvað seif með. Það verður síðan gaman þegar ég fæ sveinspróf í ljósmyndun... ha! Þá verður fjör. Vúúúú....