Já, viti menn. Ég var í boði með Boga og Loga á laugardaginn. Nennti reyndar ekki að fara upp að þeim og ræða þetta enda var ég ekki full. Ég hefði eflaust undið mér að þeim ef ég hefði verið full en allt hefur sinn tíma. Þetta á eftir að koma upp aftur. Disfönksjónal fjölskylda er ekki að fara að leysa disfönksjónal vandamál. Þessvegna eiga eftir að koma einhverjir hlutlausir útlendingar sem geta skoðað okkar litla spillta plebbakerfi í kjölinn. Ég vona það allavega.
Reyndar heyrði ég í fréttum að Ríkislöggan hefði haft samband við FBI til að rannsaka þetta dásamlega hórukaupsmál á kreditkort Baugs. Það finnst mér alger snilld. Jón Ásgeir að fá sér Flórída hórur á kostnað fyrirtækisins. Ég vildi að ég væri að vinna einhversstaðar þar sem massaðir tjokkóar myndu fylgja með í kaupnum ef ég færi á einhvern svona fund. Hjálpa manni að slaka á og svona. En hvað getur Jón Ásgeir gert? Hann er með mullett og er að meina það. Ekkert að grínast. Menn sem eru með mullett og meina það, eiga að fá að kaupa sér Flórída hórur án vandræða. Ef hann væri með mottu líka þá ætti hann að fá dverg með sem bónus. Nudd dverg.
Ríkislögreglustjóri fær þó kredit frá mér fyrir að láta FBI tékka á þessu. Svo heyrði ég að viðskiptavinir olíufélaganna geta kært ef þeir vilja, en hver myndi vilja tapa þannig máli. Þetta verður að vera ríkið vs. olíufélög... gaman að þessu. Gaman að sjá hvað setur. Hver myndi vilja búa í landi þar sem yfirvöld eru ekki að svindla á þjóðinni? Eða landi þar sem þjóðin hefur ekki bara sterkar skoðanir heldur GERIR líka eitthvað í málunum?
mánudagur, júlí 28, 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|