Ég fór á flotta mynd í bíó um daginn. Respiro heitir hún. Voðalega falleg. Ég fór soldið svona til að peppa mig upp fyrir spánarferðina. Horfa á brúnt fólk tala framandi tungumál. Núna er ég að fara eftir örfáa daga. Þarf að fara að undirbúa þetta eitthvað. Hef reyndar svo mikið að gera í vinnunni að annað eins hefur sjaldan komið upp. Maður á í basli með að ná andanum. Síðustu daga hef ég reyndar verið í snilldar prógrammi sem heitir Vakna klukkan átta á hverjum morgni. Það er ferlega gaman því maður kemur svo miklu meira í verk. Það er gott, og svo er maður ekki eins stressaður...Ég hætti líka að reykja um daginn. Bráðum get ég farið að fljúga og lesa hugsanir.
|