þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Karaoke, Tipparexía og Leikir

Hólí mólí!. Nú hef ég ekkert sinnt bloggþörfinni síðan fyrir helgi en er komin aftur á vaktina og því nægur tími til að blogga sveitt.

Helgin var stórbrotin. Ég hélt partý sem allir skemmtu sér rosalega vel í, eldaði mat sem öllum fannst góður og svo fórum við í meiriháttar skemmtilegt actionary. Mér gekk ekki að túlka Búrfellsvirkjun með látbragði. Jóní var skyggn. Hún fattaði allt! Þetta var magnað. Reyndar var einhver í partýinu sem stakk upp á því að við færum í eitthvað BDSM spil og Séð og Heyrt spilið, en við gátum það ekki af því Séð og Heyrt spilið er ekki komið út ennþá og maður verður víst að spila þessi tvö spil saman. Það verður þá bara í næsta partýi.

Um miðnætti var partýið búið og allir fóru eitthvað annað. Ég fór með nokkrum hljómsveitarstrákum og tveim vinkonum mínum í æfingarhúsnæðið þeirra að garga lög með Egó og Utangarðsmönnum. Þegar við gátum ekki meira fórum við í Karaoke á Ölver. Þegar við töldum okkur föttuðum við að við vorum of mörg í bílinn og það fyndasta var að um leið og við gengum upp að bílnum, var sextug kona að koma af grímuballi í næsta húsi og hún var ekkert full og fór inn í bílinn sinn. Anna María vinkona mín sannaði sig sem höstler nóvember mánaðar þar sem hún bara spurði konuna í grímubúningnum hvort hún væri ekki að fara eitthvað nálægt Ölver og hvort þau mættu ekki fá far. Konan bara "Jú, jú" og svo hoppuðu hún og Kiddi upp í bílinn....auðvitað bæði svo sjarmerandi að konan keyrði þau upp að dyrum. Á Ölver söng ég Hotel California af mikilli innlifun enda frábært lag. Hlustaði stundum á það þegar ég ók á Pasific Highway frá LA til Malibu. Eða eftir Sunset Boulevard. Það er rosalega löng gata. Endalaus nánast og það er hægt að sjá allt á leiðinni. Allt frá brjálaðasta lúxus ruglinu í Beverly Hills yfir í Cypress Hill steminguna í Echo Park. A to the motherfuckin K homeboy. Á leiðinn frá Karaoke barnum tróðum við okkur 7 inn í bílinn og ég fór lúmska krókaleið í bæinn. Við sluppum!!.... (les löggan blogg?)

Karaoke er stórkostleg skemmtun... Japanir eru búnir að fatta þetta. Þeir eru meira að segja með Karaoke í leigubílum til að geta hitað sig upp á leiðinni á Karaoke búlluna. Eftir að það lokaði á Ölver fórum við niður í bæ, en stemningin þar fölnaði í samanburði við það sem á undan var gengið. Hvernig er hægt að toppa skemmtilega leiki og dúnurgott Karaoke með einhverju djamm rugli? Við fórum aftur heim og héldum áfram að leika okkur til morguns. Reyndar í spurninga og áskorunarleik, en það var leikur eníhú. Fullorðið fólk á að leika sér mikið og oft. Út í hött að það skuli gleymast. Leikir losa um hömlur á miklu skemmitlegri hátt en áfengi. Þetta vissi fólk í áfengisbanninu á bannárunum. Þá seldust leikjabækur eins og heitar lummur og allir alltaf að leika sér út um allt. Bleikir í framan og alsælir. Meira þannig. Ha!?

Það er einn bömmer í gangi núna. Það er skýjað og fyrir ofan skýin eru 5000 stjörnuhröp að eiga sér stað á mjög stuttum tíma. Við sjáum ekkert af þessu af því það eru gráir hnoðrar yfir húsþökunum. Niðurdrepandi vægast sagt, en eitt af þessum tilfellum þar sem maður getur ekkert gert.

Ég skammast mín. Ég er með hlut (thing) fyrir Justin Timberlake. Finnst hann ferlega sexý eitthvað. Hann er alltaf að syngja og dansa á hinu skitsófreníska Popp tíví og ég hef bara ekki augun af þessum tappa þegar hann birtist. Svona er maður breyskur og ófullkominn.

Ok, nú eru þessir badmeanton menn að skora á mig í badmeanton. Allt að verða vitlaust bara. Eins og ég, sem kann ekkert í badmiton, fari að spila við badminton mennina sem eru örugglega eins og djöflar á parketinu. Skilja eftir sig svartar rákir. Neeeeiiiii.... íííííhhhhhh... Badminton -blood on the dancefloor. Ég get kannski pælt aðeins í heimspekinni, en ekki í íþróttinni. Mér leiðast eiginlega inniíþróttir. Gæti þó hugsað mér að stunda eftirfarandi:

Rallý, rallý og rallý
Siglingar
Bob sleða vesen
Kappakstur
Kappakstur á mótorhjólum
Kapphlaup á hestum
Krónu rallý
Rallý kross
Brettasiglingar á snjó eða sjó
Bardagalistir
Skotfimi
og rallý...



Ef þeir geta boðið mér upp í rallý þá er ég kannski tilkippileg....

Hahaha... leg leikurinn rifjast upp. Til kippi-leg, eða bara kippi-leg. Hvað er það?

"Nei, hún var nú ekkert kippileg en hinsvegar var hún afar tilkippileg."

Ok... og að lokum. Hann Sigurjón sem ég var að mynda um daginn er komin með Blogg síðu og hér er hún. Hann lýsir meira að segja upplifun sinni af þessu kvöldi og talar um að Sísí, þetta líka príðilega (príði-leg) módel, hafi verið með anorexíu. Kannski... ég veit það ekki. Hún var allavega undir kjörþyngd. Sumir eru það og aðrir yfir. Karen Carpenter var með anorexíu en hún var rosalega góð á trommur og söng eins og engill eða eitthvað (hef aldrei hitt engil, hvað þá heyrt hann syngja). Trommusettið hennar var glært og það er mjög táknrænt...

Anorexíusjúklingar vilja helst hverfa.

Annars eru til allskonar rexíur og verst held ég að sé tipparexían sem annar hver karlmaður er haldinn. Þetta kemur af því að góna á allt þetta klám. Þar eru allir karlarnir með einhverja hestaspena og strákarnir halda að þeir verði að vera með risastór tippi til að vera alvöru menn, alveg eins og stelpur halda að þær verði að vera örmjóar til að vera flottar og sexý vegna þess að mjónurnar í tískublöðum og svona eiga að heita fyrirmyndir. Æi hvað allir eru eitthvað ruglaðir. Ekki var þetta svona þegar ég var smali í Reykjavík í byrjun aldarinnar og ekki heldur þegar ég var smali á Falklandseyjum 58.

(og ps. Það er mynd af mér á þessum línk þar sem ég droppaði inn í beturokkpartý. Með hvíta húfu, í svörtum jakka, eins og alltaf. Íhaldsemi í fötum. Bylting í sokkabuxum. Fremstir í kaffi. Vond auglýsingaslógön)