mánudagur, nóvember 24, 2008

Jóhanna forsætisráðherra?

Hvað um þetta:

Að kjósa er geðveiki við þessar aðstæður. Gleymum því. En...

Viðskipta, bankamála, fjármála og forsætisráðherra segja af sér og Jóhanna verður forsætisráðherra.

Strákarnir eru bundnir allskonar bræðraböndum sem eru óheilbrigðari en gott má teljast. Allir treysta Jóhönnu enda er hún með skothelt plan og forgangsröðina á hreinu. Og einhvernveginn grunar mig að hún sé ekki að víla og díla meðan hún pússar golfsettið með gaurunum.

Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra!! 

Hún er hógvær, samviskusöm, kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún myndi endurvekja traust á þjóðinni meðal annara þjóða. Hún er smooth rider hún Jóhanna. Hennar tími þarf að koma.

Um daginn datt mér í hug að Togga gæti komið vel út en bakþankarnir segja mér að svo sé ekki. Jóhanna er málið. Hvernig er hægt að koma henni í stólinn? Er ekki valdið hjá okkur?