Úlfarnir og Seðlabankinn
Dóttur mina, 4 ára, dreymdi draum í nótt.
Mamma, mig dreymdi að það væru úlfar fyrir framan Seðlabankann.
Nú?
Já, og þeir vildu borða börn sem voru þar með foreldrum sínum.
Úlfarnir?
Já, það var úlfurinn úr Rauðhettu og líka úlfurinn úr kiðlingunum sjö og grísunum þremur og líka aðrir úlfar.
Þú segir nokkuð. Hvernig hús er Seðlabankinn?
Það er svart og með íslenska fánanum á og líka Latabæjarhlaupamerkinu (Glitnir). Ég sá það í fréttunum.
Úff, þetta hefur nú ekki verið góður draumur.
Nei, en veistu hvað?! Íþróttaálfurinn kom með Sollu systur sinni á loftskipinu og sótti mig. Ég var búinn að klifra upp á vegg og slapp. Og hann fór með mig í burtu í annað land og ég vaknaði áður en við vorum komin þangað.
FIN
"Til hamingju Ísland"
Meira að segja fjögurra ára smábörn eru farin að fá martraðir yfir þessu sem enda farssællega með því að flutt er úr landi. Til hamingju, til hamingju...
En ekki biðja þau afsökunar á klúðrinu. Það er ekki töff. Haldið bara áfram eins og treggáfaðir unglingar í valdabaráttu á skólalóðinni. Að verja ykkar aumkunarverðu flokkshagsmuni og stöður. Fyrir framtíð Íslands.
|