þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Grey'Davíð

Ég vorkenndi Davíð í sjónvarpinu áðan.

Það var eins og hann væri alveg að fara að gráta.

Ég myndi líka vera alveg að fara að gráta ef ég væri hann. Það hlýtur að vera mjög furðuleg tilfinning að finnast maður vera sá eini sem reyndi að vara við flippinu og vera svo krossfesta sektarlambið sem allir hata. Og það ekkert smá. Fólk að grýta húsið hans á nóttunni. Af því hann sagðist m.a. ekki "vilja borga skuldir óreiðumanna" þremur dögum eftir hrun (og er víst ekki einn um það... en óheppilega orðað).

Ég vorkenni honum fyrir þetta og sitthvað annað. Finnst núna eins og ég hafi múgæstststss að undanförnu, sem er ekki töff. En ég hef svosum alltaf haft á honum skoðanir. Misjafnar eftir því hvað gengur á.

Karlanginn hefur gert margt gott og margt skrítið í gegnum tíðina og það sem er mest fráhrindandi við hann er hrokinn og stjórnsemin stórbrotna. Þarna var hann eiginlega hvorugt. Bara mannlegur. Og mig langaði að gefa honum kakó.