Geir EQ ca 76
Ég held að Geir H. Haarde sé með EQ (emotional intelligence) á við rauðmaga. Langt undir meðaltali.
Þarna stóð hann. Tekinn á teppið af BBC og aftur og aftur sneri hann út úr og harðneitaði að viðurkenna snefil af mistökum. "Ég gerði ekki neitt... þetta var reglugerð EU... bankastrákarnir gerðudda... Hey, SJÁÐU FUGLINN!?"
Manngreyið áttar sig augljóslega ekki á því að með því að biðjast "tæknilega" afsökunar (jafnvel þó hann væri ekki að meina það) myndi hann endurheimta eitthvað af mannorði sínu.
En nei, hann kýs að fólki sjái hann sem fífl.
Maður fær ákveðinn hæfileika í að sjá landa sína með gestsaugum þegar maður hefur verið mikið erlendis (sem ég hef gert). Þarna horfði ég á hann með augum breta og hugsaði "Silly Twat" (eða jafnvel "Stupid C***").
Mikið óska ég þess að hún Jóhanna okkar fari nú að drífa sig í einhver viðtöl við þessa erlendu fjölmiðlamenn sem eru hér eins og mýflugur. Hún er svo sympathetic. Hún gæti fengið útlendinga til að líta aðeins öðruvísi á okkur en Knold og Tott (gettu hver er Tott?).
Það gerir Geir hinsvegar ekki. Hann brosir eins og kötturinn í Lísu í Undralandi. Og gerningar hans eru álíka mikið skrípó. Íslendingar eru orðnir skrípó. Alþjóðlegt skrípó. Hottintottar heimsins.
Geir er af þessari kynslóð karla sem halda fast í mottó biskupsins "Eigi skal bogna" og skíta svo standandi. Að biðjast afsökunar eða segja fyrirgefðu er að játa ósigur.
Geir það er ekki 2007, það er ekki last season... það er átjánda öld!
Segðu bara fyrirgefðu.
|