Yfirgefur FME hægt og rólega
Mikið finnst mér undarlegt að hann Jónas, fráfarandi forstjóri FME, skuli fá að taka sér mánuð í að "ganga frá lausum endum" eða hvað þau kjósa að kalla þetta.
Þegar almennir starfsmenn hafa sagt upp störfum, eða þurft að hætta hjá FME, þá hefur það gerst á sama klukkutíma. Þú segir upp, pakkar saman og ferð heim. Kemur ekki á skrifstofuna aftur. Enda mikið um eldfimar upplýsingar þarna innanhúss.
En Jónas verður þarna áfram í mánuð. Það er ekki það sama að vera Jónas eða séra Jónas.
"þrátt fyrir að Jónas verði við störf fram til þarnæstu mánaðarmóta þá muni hann sinna frágangi verkefna og aðstoða stofnunina að öðru leyti."
Og hvaða spögelse er þetta sem er að fara að taka við næstu vikurnar? Ragnar Hafliðason hú? Vonandi er hann kraftmeiri en hann lítur út fyrir að vera.
|