laugardagur, janúar 17, 2009

Þjóðarpopparar eru sjaldnast töff

Tónlistarmenn sem njóta mikilla vinsælda hjá þjóð sinni eru oftar en ekki frekar púkó. Sama hvert maður fer, þá er því yfirleitt þannig farið að "heitasti popparinn í Noregi" er langt frá því að vera töff eins og t.d. Madonna eða Prince eða einhver sem er töff á heimsmælikvarða. Þjóðarpopparar eru oftast sjúklega væmnir eða plebbalegir einhvernveginn, óþægilegir, skrítnir. Voru kannski einhverntíma svolítið töff en misstu kúlið fyrir lööönngu og lifa eftir það á hefðinni en flestar hefðir eru (eins og allir vita) í mínum huga svolítið eins og inngrónar táneglur.

Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en ef þú pælir aðeins í því þá eru sumir sem allir halda að sé rosa töff í raun  eins og Oprah í sleik við Scooter. Og er það töff? Nei.

En á einhverju þarf fólk víst að lifa.

Þegar ég bjó í Danmörku tók ég reyndar ástfóstri við tvo tónlistarmenn sem eru lítið þekktir utan DK.

Þetta voru þeir Dan Turell heitinn (sem reyndar var þekktastur sem skáld) og CV Jörgensen. Snillingar. En samt... snillingar eins og Megas er snillingur. Snillingar með orð. Ekki popp. Einn af fimmþúsund heimamönnum í poppi nær því að verða raunverulega svalur svo að eftir því sé tekið og þá er það sjaldnast popp sem fellur almúganum í geð því almúgus kommonus er almennt púkó líka -eða það sagði allavega frændi minn í gær.

(en pointless bloggfærsla hjá mér...)

Hér er skítsæmilegt lag en frábær texti með CV. Meikar ekkert sens nema þú talir rennandi dönsku eins og reipi:



En sidste kommentar herfra sku' lige være den

at der Führer var en visionær af klasse

der såfremt han var til stede den dag i dag

ville la' fattigrøve & skvadderhoveder gasse

på Costa del Sol hvor solen den danser

en inciterende flamenco i min swimming-pool

har keep cool altid været mit motto

mit navn er Günther men folk hernede kalder mig Otto

Hér er svo hann Dan Turell minn. Með svart naglalakk í sjónvarpsviðtali árið 1979.

Maðurinn sem tekur viðtalið segir þarna
"Ef þú værir Jesús og kæmir til að frelsa okkur öll þá er ég ekki viss um fólk myndi vilja frelsast af því þú ert svona klæddur og með svart naglalakk."