Ný framtíð?
Kjánaleg þessi auglýsing frá VR sem sýnir runu af brosandi fólki undir broslagi Sigurrósar. Svo endar þetta á slagorðinu "Saman sköpum við nýja framtíð". Ný framtíð. Hvað er það? Er til gömul framtíð? Er framtíðin ekki alltaf ný? Og ef út í það er farið... er þá ekki núið það nýjasta? Er eitthvað nýrra en þetta andartak sem við erum að lifa? Væri þá ekki betra að segja "breytum rétt í núinu" eða "gerum þetta öðruvísi næst?"
Ný framtíð?
Set þetta í sömu slagorðahillu og "Brimborg-Öruggur staður til að vera á" og "Oroblu-Bylting í sokkabuxum" (sem er kjánalegasta slagorð jarðar).
|