miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Helstirnið Rauðsól

Hitti fyrrum starfsbróður af Fréttablaðinu í dag. Óvissan er náttúrulega algjör hjá fólkinu sem er þarna eftir og ég held, nei... tel mig vita... að hún verði enn verri eftir að Rauðsól "keypti" batteríið.

Ef samkeppnisráð leyfir þetta þá er eitthvað verulega mikið að..

En ég skil hvað Jón Ágeir er að hugsa. Ef ég ætti mjög margar verslanir og fyrirtæki á lítilli eyju þá meikar það sens að eiga fjölmiðla til að auglýsa og stjórna ímynd þessara fyrirtækja og um leið setja peningana í minn eigin vasa. Hringormur.

Þetta bara svo vont karma...og furðulegt að þetta skuli yfir höfuð hafa verið hægt. Það er svo mikil mafíulykt af þessu og það þarf að brjóta þetta upp.

Atvinnulausu blaðamennirnir fá þá tækifæri til að byrja með nýja fjölmiðla án þess að vera kæfðir á fósturstigi af samkeppni frá Helstirninu... nei sorrý, Rauðsól.