þriðjudagur, október 07, 2008

Ég tek þetta að mér

Prófessor Robert Weight (hjá London School of Economics) dregur líka hæfni eftirlitsstofnana í efa, nákvæmlega eins og ég geri í færslu hér fyrir neðan:"Hvernig stendur á því að bönkunum var leyft að þenjast svona mikið?"

Er ekki eitthvað að hjá Fjármálaeftirlitinu fyrst þetta fór svona langt? Eða var kannski einhverjum mútað?
Það kæmi kannski ekki á óvart -enda ótrúlegur mafíubragur á öllu hérna. Um áraraðir.

Kannski ætti ég að taka það að mér að leysa þetta? Er víst með sama IQ og Clinton. Fyrst hann gat verið fosseti þá hlýt ég að geta það líka. Það virðist allavega ekki þurfa mikið til að toppa þessa moðhausa.

Steini virkar pínu hræddur á svipinn. Ég er ekki hissa.

Take a Free IQ Test.