Anarkí in the Iceland
Hinn ágæti hjúkrunarfræðingur Siggi sem kennir sig við pönk skrifaði þennan pistil í dagblað fyrir fjórum til fimm mánuðum síðan. Vinkona mín klippti þetta út og hengdi á ísskápinn sinn. Nú sit ég hjá henni og get ekki annað en deilt þessu með þér.
Vinnutími er glataður líftími
e.Sigga pönkhjúkku
Nú á tímum þegar herðir að og fólk þarf að draga saman seglin eru fimm ráð sem ég tel mikilvægust:
Í fyrsta lagi að átta sig á því að bankanum er sama um einstaklinga.
Annarsvegar að skilja það að markmið ríkisins og stofnana þess eru fyrst og fremst að viðhalda sjálfum sér og að rekstur stórfyrirtækja miðast við að auka hagnað eigenda þeirra.
Það þriðja er að læra að þegar upp er staðið eru peningar ekkert annað en litríkir pappírsmiðar og tölur á hörðu drifi í bankatölvum. Það eru hvergi til nein bankahólf með milljörðum peningaseðla. Út frá því ætti maður að læra smám saman að hætta að skipuleggja líf sitt út frá peningum.
Í fjórða lagi að fólk læri og skilji að vinnutími er líftími umbreyttur í peninga. Vinnutími er glataður líftími.
Loks að í samvinnu við vini, nágranna og vinnufélaga ætti að vinna hægt og rólega að því að slíta bönd sín við ofangreindar stofnanir. Eiga saman og/eða samnýta húsnæði, land og farartæki. Í beinu samstarfi við bændur, sjómenn og aðra framleiðendur skipuleggja eigin dreifikerfi og innflutning. Læra þannig að sjálfbærni ætti að gerast á grasrótargrundvelli.
Semsagt boðorð Sigga eru eftirfarandi.
1. Bankanum er sama um þig og þér á að vera sama um bankann.
2. Ríki, stofnanir og stórfyrirtæki vilja bara viðhalda sjálfum sér eða auka hagnað.
3. Peningar eru ekki neitt og því ætti enginn að skipuleggja líf sitt út frá þeim.
4. Vinnutími er líftími umbreyttur í peninga. Ekki sóa líftímanum í vitleysu.
5. Stofnum eina stóra Kristjaníu á Íslandi, mínus dóp.
Siggi. Þú ert svalur.
|