Photoshop
Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar hef ég verið að skemmta mér í Photoshop. Var alveg búin að gleyma því hvað það er skemmtileg dægradvöl. Lærði á þetta fyrir rúmum áratug og gat þá setið þar til sólin kom upp við að fikta í ljósmyndum og búa til allskonar collage og dótarí. Núna er dóttir mín litla í Ameríku og hvað gerir maður þegar engar skyldur liggja fyrir? Jú, maður dundar sér og hlustar á músíka.
Dund er málið.
Allir að dunda sér!
Og svo þetta með fésið mitt. Fyrst það var kominn skrípóteikning á Eyjuna og fullt nafn að auki þá er víst kominn tími til að láta þetta anónimití sem ég hélt lengi í, flakka.
Kannski stofna ég bara annað blogg síðar þar sem enginn veit hvur ég er... og það verður ekki auglýst síðar. Sjáum til. Skal reyna að vera ósensoreruð áfram. Eins langt og það nær...
|