mánudagur, apríl 14, 2008

Pervertískt skemmtiefni

Við Edda fórum í sund á laugardaginn -Seltjarnarneslaugina.
Þar sem ég stóð og ræddi við lítið fókuseraða afgreiðslustelpuna tók ég eftir því að samstarfsstúlkur hennar og einhver önnur ungmenni sem þarna voru stödd, hópuðust í kringum eftirlitsskjáinn og píptu og skríktu. Þær voru að fylgjast með pari held ég og spennan leyndi sér ekki.

Mér fannst eitthvað mjög óþægilegt a la fokkault* við þetta. Sundgestir voru orðnir að skemmtiefni sex ungmenna sem stóðu hinumegin við veggin og skræktu af spennu. Það er eitthvað pervertískt við það þegar öryggismyndavélar eru farnar að þjóna tilgangi sem skemmtiefni fyrir þá sem hafa aðgang að þeim. Svo fjölgar þessum apparötum líka, á hverjum degi, útum allt. Kannski að ég fái mér svona fyrir hlaðið og reyni um leið að láta linsuna berast að svefnerbergisglugga nágrannanna -svona til öryggis?

(*Foucault suggests that a "carceral continuum" runs through modern society, from the maximum security prison, through secure accommodation, probation, social workers, police, and teachers, to our everyday working and domestic lives. All are connected by the (witting or unwitting) supervision (surveillance, application of norms of acceptable behaviour) of some humans by others.*)