fimmtudagur, apríl 10, 2008

Laguna Beach í sumar

Nú er ég hýr og kát. Í sumar förum við Edda í ferðalag til Ameríku en ég keypti miðana okkar í gær. Við ætlum alla leið til Kaliforníu og þar munum við dvelja í góðu yfirlæti á Laguna Beach sem lítur svona út:

Á Laguna Beach eru margir Pelicanar og mikið af brimbrettafólki. Þar skín ávallt sól í heiði, þar er gaman að snorkla og maturinn er sá besti á jörðinni. Ég hef lengi haldið því fram að Kalifornía sé ákjósanlegasti blettur jarðar til að lifa og nærast á, Vínland hið góða, enginn spurning. Leifur var mjög heppinn.

Vitaskuld mun ég svo leigja Convertible handa okkur því hvað er svalara en single móðir með ungann sinn í Convertible a la Kill Bill.