Dauðinn
Undarlegt hvað ég er eitthvað morbid í hugsun núna. Skoða íslendingabókina og sé að allir á listanum nema ég og mamma eru með tölu fyrir aftan. Fædd og dáinn. Fólk hellist svona úr lestinni og nýir koma í staðinn eins og segir í laginu.
Svo velti ég því fyrir mér hvar fólk sem mér þykir vænt um kemur til með að vera þegar það deyr. Ég vona einhvernveginn að allir fái að deyja eldgamlir, heima hjá sér eða við rauðvínsdrykkju i heimsókn hjá gömlum vini eða vinkonu, á undan eigin börnum. Vonandi deyr ekkert þeirra í slysi, eða hjá ókunnugum á spítala. Þriðju hjúkkunni á vakt. Ég vona að ég fái að strjúka enni og halda í höndina. Ég vona að einhver haldi í mína.
|