Meiri grimmd en við höfum upplifað
Ég talaði við gamlan vin minn í dag. Hann hafði verið sober í nokkur ár en féll um skamma hríð aftur fyrir fíkinefnadjöflinum og dansaði í nokkra daga.
Á þessum dögum hitti hann gamla félaga sína úr "bransanum" sem sögðu Reykjavík ekki þá sömu og fyrir fjórum árum. Nú hafa austur-evrópskir eiturlyfjasalar og glæpamenn gert innrás í borgina. Þeir beita brögðum sem enginn hefur kynnst áður í þessu litla landi þar sem allir þekkja mömmu eða frænku eða frænda einhvers.
"Þessir menn hafa alist upp við og búið við meiri grimmd en íslendingar geta ímyndað sér. Þeir eru grimmari en verstu glæpamennirnir hérna og þá er mikið sagt," sagði hann og bætti svo við "Almenningur og fjölmiðlar hérna hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Undirheimaliðið veit hvað er að gerast, en ekki fólk almennt. Þetta er að komast á mjög alvarlegt stig".
Hann talaði líka um að þeim væri slétt sama um að vera sendir í fangelsi hérna. Það hjálpaði þeim að efla tengslanetið og slappa af í smá tíma. Íslensk fangelsi bara kósí miðað við það sem þeir hafa áður kynnst.
Svo sagði hann mér að allar tegundir eiturlyfja væru fáanlegar í dag. Heróín, krakk og allt sem nöfnum tjáir að nefna. "Þökk sé" þessum mönnum sem fá að koma til Íslands meðan friðelskandi Thailendingar sem gera ekki annað en að taka til hjá fólki, vinna í Myllunni og á elliheimilum og elda núðlur eru send heim.
Nú veit ég ekki hvernig ber að taka á þessu, en ég held að lausnin felist ekki í því að senda einkennisklædda löggusmala í miðbæinn með voffana sína. Frekar væri ráðlegt að hafa uppá þessum mönnum og senda þá til baka... eða eitthvað.
|