Erum við vangefin þjóð?
Þetta las ég á visi.is áðan:
Biðu í biðröð fyrir utan Just4Kids í illviðrinu
Starfsmenn leikfangaverslunarinnar Just4Kids miskunnuðu sig í morgun yfir viðskiptavini sem biðu í biðröð fyrir utan verslunina í óveðrinu sem gengur nú yfir.
Til stóð að opna klukkan 11 og gerðu starfsmenn ekki ráð fyrir mikilli umferð vegna veðurs. Rétt fyrir klukkan 10 hafði hins vegar myndast biðröð fyrir utan dyrnar og frekar en að horfa á fólkið fjúka burt tóku starfsmenn þá ákvörðun að opna strax og hleypa biðröðinni inn úr veðurhamnum.
„Þegar biðröðin var að verða lárétt fyrir utan dyrnar hjá okkur þá var það eiginlega augljós ákvörðun að hleypa fólkinu inn," sagði Sigþór Árnason hjá Just4Kids. „Fyrir jólin eru leikföng forgangsmál og því munum við hafa opið hvað sem á dynur. Við gerum ráð fyrir aukinni umferð seinna í dag því margir sitja eflaust versta veðrið af sér með börnin heima fyrir og fara af stað eftir hádegi."
|