Viltu með mér vaka er blómin sofa?
Á laugardaginn fór ég með vélsleða upp á Snæfellsjökul. Því gæti ég mjög auðveldlega orðið háð. Bæði vélsleðum og jöklum. Þetta var hreint yndislegt. Aldrei hefur lagið Top of the world, með Carpenters átt jafn vel við í tilveru minni. Ég varð örlítið lofthrædd en mikið ótrúlega var þetta eitthvað magnað. Undarlega magnað.
Eftir jökulferð fórum við svo á Grundarfjörð að borða lambalundir á Krákunni hjá onum Finna og það var vægast sagt góður matur. Síðan var brunað í bæinn af miklum móð á 190 hestafla hondu með leðursætum. Markmiðið var að "djamma". En hvað er það eiginlega?
Ég vissi ekki hvert ég var kominn þegar ég stóð í blíðskaparmiðnætursól á Laugaveginum, umkringd galgopalegum ungmennum. Það voru eflaust fleiri í bænum en á Þorláksmessu. Þetta var bara svona paralel dark side Þorláksmessu undur. Bannað að reykja inni-gott veður úti-allir í bæinn fyrirbæri. Staðirnir tómir af því það finnst svo mörgum gaman að reykja. Í staðinn fyllist þessi annars tóma gata af drukknu fólki sem starir tómlega, greddulega eða agressívt fram fyrir sig á leiðinni upp eða niður götuna.
Þetta á alls ekki við mig lengur. Hvað gerir kona í minni stöðu ef hana langar að "djamma"? Ætli ég neyðist ekki til að halda partý eða plata aðra til þess?
Var nefinlega heppinn og fór í partý á föstudeginum. Það endaði á innilegum banjó og gítarleik með söngskorpum sem stóðu langt fram á morgun. Við fórum ekkert út að "djamma". Enda er það bara fyrir fólk með lélegan smekk. Mikið meira fjör að syngja Wicked Game meðan Krissi spilar á banjó og oggu lítill gyðingur reynir keppist við að heilla með því að vera obnoxjus.
En anyway.... snilldar helgi... það er gaman að lifa.
Vúhú!
|