Framandi fagrar verur
Þegar ég var barn og unglingur heillaðist ég meira af þessum konum/persónum, en orð fá lýst. Þær gerðu mig allar bergnumda, hvort sem var til lengri eða skemri tíma og tel ég það skiljanlegt. Epísk fegurð hér á ferð.
Ég las um Kleópötru á sjö ára afmælisdaginn minn þegar ég var í sveit á Læk og upplifði mikinn hápunkt. Fannst Kleó algerlega mögnuð.
Sá Ginu Lolobrigidu á leikaramyndum og í gömlum blöðum heima hjá ömmu og afa og hafði enga fegurð litið sem jafnaðist á við hennar, (þegar ég var svona fimm ára).
Þar næst var það hún Modesty sem var alltaf í mogganum að mig minnir, hrikalega kúl og töff með byssu og sígó...og svo Bo Derek sem var einhverskonar Bond kynbomba með fastar fléttur sem höfðuðu sterklega til mín þegar ég var svona níu.
Að lokum var það svo hin ægifagra Natassja Kinski í Cat People sem heillaði hina ungu Margréti, en plakatið frá þeirri fínu mynd hafði ég á herbergisveggnum mínum í gegnum unglingsárin.
Sætar'iggi satt?
|