miðvikudagur, maí 30, 2007

Hjónavígsla í vaskinn

Í dag heyrði ég af áætluðu brúðkaupi sem fór í vaskinn. Reyndar bara fyrir konunni því hún kom að verðandi eiginmanni sínum ofan á sautján ára gamalli barnapíunni. Barnapían hafði passað fyrir þau hjónaefnin síðan hún var þrettán. Vitanlega aflýsti konan planinu en karlinn hennar fyrrverandi/tilvonandi ákvað samt að halda í sitt.

Hann ætlar að giftast barnapíunni um verslunarmannahelgina (helgina sem hann og konan voru búin að ákveða), í sömu kirkju og með sama presti. Bara önnur kona. 15 árum yngri. So?

Konuræfillinn situr víst bara og sturtar í sig áfengi þessa dagana, en ég segi.. vertu fegin girlfriend... hvaða kona vill svona fávita? Enginn!

... nema hún sé kannski 12 ára... óbís... daufdumbur....með crew cut

ps.

dontdatehimgirl.com