sunnudagur, maí 27, 2007

Glaðir gumar

Nú er gott veður. Nú er ég hress. Nýkominn úr Westurbæjarlaug. Öll skröpuð og pússuð og gufuð og fín. Gufusoðin Magga. Það er hollara.

Þessa dagana hef ég heft töluvert gaman af því að blogga og veit ég ekki hvað ræður því. Hugsanlega aukin tjáningarþörf? Ég hef frétt af því að áhugasamir lesendur um einkalíf mitt álykti oft að þegar ég blogga sjaldan, þá sé nú eitthvað í gangi í karlamálunum og þegar ég bloggi mikið þá sé ég bara alltaf ein heima og ekkert að gerast.

Þetta er rangt.

Það er engin sérstök fylgni þarna á milli. Í fyrsta lagi er líf mitt vanalega sérlega viðburðaríkt. Þannig er bara mitt karma og því verður ekki breytt, (var t.d í sendiráðspartýi í gær að borða kæfu), og í öðru lagi er ég haldin hálfgerðri tölvufíkn og hvort sem ég hef átt kærasta eða ekki þá hef ég alltaf gaman af því að brása og hangsa við þetta apparat sem þú og ég horfum á núna.

Reyndar væri ég til í að minnka þessa tölvunotkun og þá hugsanlega opna hana annað slagið bara til bloggs eða fyrir sérstök missjón... enda eflaust uppbyggilegra að lesa bækur og stunda jóga en að rugla í þessu frameftir öllu... en já sei sei whatever... allt hefur sinn tíma...

attlæbleeesss