þriðjudagur, apríl 03, 2007

Desire

Þessa plötu hef ég hlustað á um það bil daglega frá því síðasta haust. Slíkt tímabil hefur áður átt sér stað í lífi mínu en það var árið 1986 þegar ég vann á Myndbandaleigu Reykjavíkur, þar sem núna er Ban Thai. Ég held að þetta sé með betri plötum sem hafa verið pressaðar á þessari plánetu okkar.