föstudagur, mars 23, 2007

Manneskjuvesen

Á dönsku þýðir orðið "væsen" ekki vesen heldur vera, eins og lífvera.
Menneskevæsen er þannig svipað orð og mannskepna í okkar tungu.
En samt hugsa ég alltaf manneskjuvesen þegar ég heyri orðið mennskevæsen.
Það er líka svo margt sem er manneskjuvesen. Eina vesenið. Ég hef til dæmis aldrei átt í vanræðum með kálf. Eða geit. En manneskjur... jaááá... það er sko önnur saga.