Öllu er afmörkuð stund
Þessu hef ég tekið mið af frá því ég las þetta fyrst fyrir einhverjum árum.
Mikil viska hér á ferð sem mjög gott er að hugsa um annað slagið.
***
Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma.
2Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma,
að gróðursetja hefir sinn tíma og að rífa það upp,
sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma,
3að deyða hefir sinn tíma og að lækna hefir sinn tíma,
að rífa niður hefir sinn tíma
og að byggja upp hefir sinn tíma,
4að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma,
að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma,
5að kasta steinum hefir sinn tíma
og að tína saman steina hefir sinn tíma,
að faðmast hefir sinn tíma
og að halda sér frá faðmlögum hefir sinn tíma,
6að leita hefir sinn tíma og að týna hefir sinn tíma,
að geyma hefir sinn tíma og að fleygja hefir sinn tíma,
7að rífa sundur hefir sinn tíma
og að sauma saman hefir sinn tíma,
að þegja hefir sinn tíma og að tala hefir sinn tíma,
8að elska hefir sinn tíma og að hata hefir sinn tíma,
ófriður hefir sinn tíma, og friður hefir sinn tíma.
9Hvern ávinning hefir starfandinn af öllu striti sínu?
Ég virti fyrir mér þá þraut, sem Guð hefir fengið mönnunum að þreyta sig á. Allt hefir hann gjört hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra, aðeins fær maðurinn ekki skilið það verk, sem Guð gjörir, frá upphafi til enda.
|