Sefur eins og ungabarn
Ég var að velta því fyrir mér hvernig það væri ef maður færi í sambúð með manneskju sem svæfi eins og ungabarn. Þá á ég ekki við vært og vel, heldur á fullri ferð um allt rúmið. 72 stellingar á korteri og maður myndi vakna með hæl í auganu og sprungna vör í hverri viku.
Efast um að slíkt samband myndi endast... Ha? Og þó... meðvirkni?
|