sunnudagur, janúar 28, 2007

Irkið og árshátíðin

Ég hlóð niður irkinu í gær.

Sumir kunna að hvá. Ó já. Irkið? Er það ekki ógeðslega næntís? Jú, vissulega... en irkið lumar á ýmsu sem msn býður ekki uppá. Allavega hef ég ekki fundið út úr þessum irk fídusum á msn þar sem maður getur slegið inn áhugamál sitt og rætt svo við mýgrút nörda um sama áhugamál.

Svo fór ég í bíó um helgina. Alveg fullt í bíó. Sá Little Children sem er hreint brillíant... og Babel sem var góð en höfðaði ekki til mín eins mikið og little children.

Árshátíð fjölmiðlasamsteypunnar 365 var sú skemmtilegasta sem ég hef farið á lengi. Ég sat við hliðina á Þorsteini Pálssyni, át dádýr og horfði á undarlega unglinga performera jazz ballett atriði. Gunnþóra furðaði sig á því hvort foreldrar þessara barna vissu hvar þær væru og hvað þær væru að gera. Við hlógum mikið og höfðum voðalega gaman af þessu öllu.